Rafræn samskipti

Rafræn samskipti eru stór hluti af samskiptaháttum ungmenna og eru í sífelldri þróun í hröðum heimi tækninnar. Síðustu ár hefur notkun snjallsíma aukist en símarnir bjóða upp á nýja möguleika í samskiptum með margskonar smáforritum.

Áhugavert er að sjá hvaða möguleika ungmenni í dag nýta sér. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir ungmennin voru m.a. varðandi facebook, samskipti í gegnum tölvuleiki á netinu, vefmyndavélanotkun og sms- skilaboð.

Ungmennin sem rætt var við eyða almennt ekki mjög miklum tíma í tölvum og tölvuleikjum. Flest voru þau þeirrar skoðunar að tölvunotkun þeirra væri ekki mjög mikil og virtust þau vera meðvituð um hættur á netinu. Rafræn samskipti byggðust að mestu leyti á sms sendingum og facebook spjalli.

Þau nota sjaldan vefmyndavélar, aðallega í spjalli við vini og fjölskyldu sem búa langt frá.

„Ertu á Facebook eða einhverjum öðrum samskiptamiðlum?“ – „Já ég er bara á Facebook. „Ok og ertu þar í miklum samskiptum við vini og fjölskyldu?“ – „Já, eða kannski spjalla ekki mikið við fjölskylduna mína á Facebook þar sem það eru bara tvær af systrum mínum sem nota það eitthvað, svo er restin ekki mikið á Facebook.“

©Ásrún María Óttarsdóttir

„Ég drepst ekkert ef ég kemst ekki á facebook“

„Það er svo mikil menning í dag að hafa iphone“

„Ég fékk líka nýjan síma og það er óþolandi að senda sms í honum“

„Þegar þú ert að hitta einhvern strák sendiru endalaust, þú sendir örugglega svona 100%  meira sms heldur en þú gerðir“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s