Framtíðarsýn

Til að komast að sýn ungmenna á framtíð sína voru þau spurð að því hvort þau hefðu áætlanir varðandi menntun, ferðalög og atvinnu.

Mörg þeirra eru búin að skipuleggja framtíð sína að stórum hluta. Áframhaldandi nám og ferðalög voru ofarlega í huga þeirra. Þó það geti verið gagnlegt að plana framtíðina þá taka mörg þeirra fram að þeim finnst líka mikilvægt að lifa í núinu og njóta augnabliksins.

Hugmyndir þeirra um samfélagið eru helst á þann veg, að þrátt fyrir þróun og ýmsar breytingar, þá er í raun ekkert nýtt undir sólinni.  Viðfangsefnin eru þau sömu í fortíð og framtíð. Á sýningunni var ekki bara hægt að hlusta á nokkur ungmenni ræða um framtíð sína heldur einnig að sjá þau.

„Þá er ég orðin 39 ára. Umm ég ætti alveg að geta verið búin að gefa út 10 bækur. Ef ég er dugleg. Og kannski búin að vinna einhver svona, búin að fá einhverja viðurkenningu í sambandi við það.“

©Ásrún María Óttarsdóttir

„Stofna hljómsveit??… Nei ekki úr þessu, maður er að byrja alltof seint fyrir það. Kannski einhverja svona gamla kalla hljómsveit þegar maður verður eldri eða eitthvað.“

„Ég myndi segja að það sé nauðsynlegt að fara í skóla þótt að ég hafi reyndar, ég hef ekkert unun af því að læra en semsagt ég bara veit hversu nauðsynlegt það er – ef maður bara vill svona ná eitthvað, ná einhverjum árangri.“

„Ég einhvern veginn nenni ekki að hafa of miklar áhyggjur af samfélaginu frekar að þúst lifa bara og hafa gaman.  Auðvitað mun maður reyna að gera eitthvað ef að þetta fer að stefna í eitthvað hrikalegt en annars einmitt bara þúst það sem gerist, gerist.  Ég ætla ekki að hafa, ætla ekki að verða gráhærður að hafa áhyggjur af því hvernig samfélagið verður.“

„Ég sé reyndar fyrir mér líka eftir tuttugu ár að þá verðum við búin að sjá annað stærra stríð en við höfum séð upp á síðkastið, hvort það verður á útaf vatni eða olíu, ég er ekki viss. Það er annaðhvort.“

„Hmmm… Framtíðin er ekkert rosalega björt hjá neinum um þessar mundir, það er kreppa og… allt fer síversnandi í gróðurhúsaáhrifum og allt svoleiðis, það geisa stríð hér og þar og já, bara nefndu það.“

„Mér finnst það bara að maður eigi ef maður hefur kraft og hæfileika að þá eigi maður að gera eitthvað í lífinu og ekki bara að gera ekki neitt. Og reyna að ná sem mestu út úr því og ná sem lengst.“

„Það verður vonandi orðið betra en það er í dag, þó það sé ekkert skelfilegt hérna á Íslandi svosem, allavega ekki fyrir mína fjölskyldu, en það er náttúrulega fullt af fólki sem á bágt svosem en vonandi bara verður betra fyrir fólk í heiminum.“

„..Og eftir 20 ár þá býst ég bara við að það verði svipað. Að það verði ennþá bara gamla fólkið sem að lítur niður á yngri kynslóðina. Og yngri kynslóðin sem heldur að hún sé betri en eldri kynslóðin…“

„Ég vil helst vera listamaður. Eða teikna sko og það væri betra að nota hæfileikana sem ég hef, það væri sóun náttúrlega ef  ég myndi vinna við eitthvað annað, á skrifstofu eða eitthvað.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s