Stefnumótamenning

Forvitnilegt er að vita hvernig tilhugalíf og stefnumótamenning ungs fólks hefur breyst í gegnum árin. Tilhugalíf er orð sem fáir viðmælenda könnuðust við eða virtust nota í sínu daglega tali. Í stað þess er notað annað orðatiltæki: að dúlla sér. Merkingin er þó að mörgu leyti ólík. Að dúlla sér virðist vera hugtak sem notað er um tímabilið áður en formlegt samband hefst. Tilhugalíf, samkvæmt íslenskri orðabók, er trúlofunartímabil, tími samdráttar og trúlofunar.

Einnig kom á óvart var hversu mikill fjölbreytileiki ríkir í aðdraganda sambandsmyndunar. Stefnumótamenning, eða „deitmenning“, meðal ungmenna hér á Íslandi er óformleg. Ungmennin kynnast meðal annars í gegnum samskiptamiðla, sameiginlega vini, skólann eða vinnustaðinn.

Þegar ungmennin fara á „stefnumót“ eða hittast er algengt að þau fari til dæmis í bíó, í ísbíltúr eða hittist heima hjá hvort öðru til að horfa á mynd; sem er þó stundum dulkóði fyrir eitthvað annað…

„Voða lítið, stefnumót sem slíkt sko. Það er voða mikið bara svona ísbíltúr og eitthvað svona drasl sko það er algengt, bíó.“

©Ásrún María Óttarsdóttir

„Tilhugalíf. Það er góð spurning. Viltu þá útskýra orðið fyrir mér þá?“

„Hvað er mest spennandi við nálgun á verðandi ástvin? Bara það er kannski best að sýna það og tala við hana face to face.. koma því fram ég veit ekki hössla til dæmis. (Hlær)“

„Ertu í sambandi? Nei, ég er alveg síngúl.“

„Það er allt öðruvísi að eiga kærustu heldur en besta vin, það myndast öðruvísi samband bara. Náttúrulega þægilegt að hafa einhvern til að grípa utan um sig og svona.“

„…það er svona kannski ímyndin sko en ekkert samt sem þú veist, ég veit það ekki ef að hann heldur ekki hurðinni fyrir mig þá verð ég ekkert eitthvað pirruð sko [Hlátur].“

„..Tilhugalíf..? Ég held að það sé… bara samband. Eitthvað svoleiðis. Kannski svona þegar fólk er að kynnast. Ég veit það ekki alveg. Margir segja að það sé að dúlla sér. Sem er dálítið fyndið orð.“

„Það hefur oft verið þekkt að eftir að eftir, eftir kannski nokkra bjóra þá ýtir það undir að fólk verður kannski aðeins meira opið.  Annars þá þúst sko finnst mér frábært þegar maður kynnist einhvers staðar annars staðar heldur en á skemmtistöðum.“

 „Já, reyndar gerði vinur minn um daginn, fór og eldaði fyrir einhverja stelpu. Það var svolítið krúttlegt hjá honum.“

„Farið á facebook og kynnast þar og hittast svo á djamminu, ég held að það sé oftast þannig. En ég hef ekki lent í því að kynnast neinum á skemmtistað sem ég hef áhuga á. Ég myndi segja að það væri meira að hitta svona vini.“

„Mér finnst þetta…maður veit ekkert hvar þessi munnur hefur verið (hlær) ég veit um stelpu sem hefur farið í sleik við tuttugu og fimm stráka á einu balli…yfir það…“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s