Atvinna

Margar spurningar vöknuðu varðandi viðhorf ungmenna til vinnu og hvernig þau upplifa sig á vinnumarkaði. Forvitnilegt er að skyggnast inn í heim þeirra og sjá hvaða merkingu atvinnulíf hefur í þeirra huga.

Ungmenni virðast eiga auðvelt með að fá vinnu með skóla. Vinnan er nauðsynleg til að geta tekið þátt í samfélaginu – til að matast, klæðast og ferðast. Fjárhagslegt sjálfstæði er þeim mikilvægt og þykir þeim sem vinnan geri þeim gott og undirbúi þau fyrir framtíðina.

Ungmennin vinna öll að eitthvað með skóla, sum einungis á sumrin en meirihlutinn allt árið. Í flestum tilfellum stunda vinir og kunningjar einnig vinnu með skóla. Þó mikið sé að gera falla ólíkir þættir daglegs lífs oftast vel saman.

Leitast var við að varpa ljósi á efnislegar þarfir ungs fólks. Á sýningunni var jafnframt varpað ljósi á vonir og framtíðardrauma ungmennanna.

„Mig langar að vinna þar sem ég þarf ekki að vera með hárnet.

©Ásrún María Óttarsdóttir

„Þessi maður hélt, af því að hann væri eldri og væri ekki að vinna í Hagkaup,þá væri hann klárlega gáfaðari heldur en ég af því að fólk sem að vinnur í svona verslun þau hafa ekki neitt vit.“

„Þeir unglingar, frá mér séð, sem vinna ekki á sumrin lifa bara á foreldrum sínum, það er kannski ekki duglegasta fólk í heimi.“

„Það er auðvitað einhver tilfelli af því að fólk hreinlega þurfi ekki neitt að vinna. Þúst þá er það náttúrlega svosem allt í lagi, kannski óhentugt fyrir þau því þá byrja þau að læra sjá um sig sjálf töluvert seinna.“

„Ég hef oft verið kannski í skólanum frá átta til hálffjögur og kem síðan beint upp í vinnu. Og er samt, þúst reyni að vera alltaf brosandi og glaður.“

„..hvenær ertu búinn þá? Svona eitt, tvöleytið. Það er rosa kósý, ferð heim sefur í klukkutíma, búinn langt á undan öllum, ferð í sund. Er rosa brúnn eftir sumarið. Rosa kósý sko.“

„Ég einmitt nota bara peninginn þúst bara fá mér eitthvað ágæti eða þúst gott að borða. Vera ekki alltaf bara í núðlum.“

„Ég er að vinna með einni  konu sem að finnst allt yngra fólk ömurlegt, og bara gerir ráð fyrir að við séum letingjar.“

„Fólk sem er á mínum aldri það er ekkert mikið að fá…hvað á maður að segja… svona góðar vinnur. Það er meira verið að vinna í … eins og maður segir… leiðinlegum afgreiðslustörfum.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s