Áhugamál og fjölskylda

Venjulegur dagur skólafólks er jafn mismunandi hjá einstaklingum og þeir eru margir. Hins vegar á þetta unga fólk ýmislegt sameiginlegt. Öll eru þau í skólanum frá morgni og fram eftir degi. Það er ekki óalgengt að fá sér lítinn lúr eftir skóla eða dunda sér áður en lærdómur hefst eða farið er til vinnu.

Margir sinna áhugamálum eða líkamsrækt í frítíma. Áhugamálin eru á ýmsum sviðum svo sem íþróttir, listir og félagsstörf.

Vinátta og góðar stundir með vinum skipta ungmennin miklu máli. Algengt er að vinahópar fari saman í bíó og kaffihús, svo eitthvað sé nefnt.

Fjölskyldubönd eru mikilvæg í hugum ungmenna. Flestir telja sig eiga mjög gott samband við foreldra og systkini. Flestir búa í foreldrahúsum en þó eru nokkrir fluttir að heiman. Margir eiga aðal samverustundirnar með fjölskyldunni við kvöldverðarborðið. Aðrar samverustundir sem ungmennin nefndu eru þegar fjölskyldan horfir saman á sjónvarpið, spilar og fer í ferðalög.

Mikilvægustu fjölskylduhefðir að mati ungmennanna eru í kringum jólin og aðrar hátíðir þar sem fjölskyldan kemur saman. Þeim finnst einnig mikilvægt að hitta stórfjölskylduna, hvort sem það er í matarboði eða einhvers konar ættarmóti.

„Annars hittist fjölskyldan bara mjög oft og borðar oftast bara svona sveitamat, eða svona sveita matinn, bjúgu, kjötrönd og slátur, eitthvað sem annað fólk svona er kannski ekki vant því að borða með fjölskyldunni sinni.“

©Ásrún María Óttarsdóttir

„Mamma og pabbi, þó að þau séu skilin, þá eru þau samt alveg mjög góðir vinir sko. Þegar, þúst eins og þegar pabbi kemur í heimsókn þá koma þau hérna, semsagt kona pabba og pabbi oft í mat.“

„Við borðum alltaf saman, það er ekki sjálfgefið í nútímasamfélagi. Það er alltaf kvöldmatur.“

„Þegar ég segi hefðir þá hugsa ég strax um jólin sko.“

„Ég er mjög náin fjölskyldu minni þó að systkini mín geta verið svolítið pirrandi stundum.“

„Svo er skólinn oftast til svona 3-4 leytið það er bara venjulegur skóladagur bara læra læra læra og eitthvað. Nema föstudagar, þeir eru til 12, nei 11, það er ógeðslega kósý, hafa allan föstudaginn fyrir sig.“

„Hmmm..hmmm við erum nottulega ekki beint svona fjölskylda sem sitjum saman með sykurpúða við arineldinn, þetta er eiginlega meira bara við erum að borða saman og horfa sjónvarpið og tjilla saman.“

„Ég hef unnið rosa mikið með dýrum, er rosalega mikil hestakona og ég elska kýr, og eiginlega, ég er semsagt búin að safna pening til að fara til Afríku á næsta ári að vinna með ljónum sem verður rosa gaman.“

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s