Safnfræðsla

Markmið safnfræðslu Minjasafns Reykjavíkur er að efla söguvitund, skilning og víðsýni og auka þekkingu á sögu Reykjavíkur.

Sýningin Lög unga fólksins bauð gestum sínum tækifæri til að skyggnast inn í heim ungs fólks og þá marglaga þætti sem einkenna líf þeirra og upplifun á samtímanum.

Sýningin gaf ungu fólki jafnframt tækifæri til að skoða eigin raunveruleika sem og viðhorf sitt til sjálfs sín sem einstaklings í samtíma þjóðfélagi.

Sýningin gat meðal annars hentað við kennslu í lífsleikni framhaldsskólum en hluti lífsleikninnar snýr að einstaklingnum, menningu og samfélagi. Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla eiga:

Verkefni áfangans … að gefa nemandanum færi á að fjalla um samspil einstaklings, samfélags og menningar. Viðfangsefnin geta verið margvísleg og tengst trúarbrögðum, listum, stjórnmálum, stöðu kvenna og karla, neytendamálum, sögu, tómstundum, heimspeki, vísindum og verkmenningu.

Sýningin snerti helstu þætti í lífi þessa hóps, til dæmis áhugamál, atvinnu, félagslíf, fjölskyldubönd og framtíðarsýn, og gaf þannig kost á áhugaverðri umræðu um stöðu einstaklinga í menningu og samfélagi.

Þessi aldurshópur, sem er mitt á milli unglings- og fullorðinsára, stendur á óræðum tímamótum og vangaveltur um ábyrgð, frelsi og ákvarðanatöku sem varðar bæði nútíð og framtíð skjóta upp kollinum. Hvað skiptir máli í eigin nærumhverfi? Hvað skiptir máli í samskiptum? Hvernig virkar einstaklingur í samfélaginu og menningunni? Skiptir máli að hafa framtíðardrauma og -sýn?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s