Forsíða

LÖG UNGA FÓLKSINS

Hvernig var líf ungs fólks árið 2012?

Þann 1. júní 2012 var opnuð sýningin Lög unga fólksins á Árbæjarsafni. Sýningin fjallaði um daglegt líf íslenskra ungmenna í framhaldsskólum árið 2012 og var byggð á viðtölum við einstaklinga á aldrinum 18 – 22 ára.

Leitast var við að fá innsýn í heim þessa fólks, sem er statt á óræðum stað milli unglings- og fullorðinsára. Áhersla var lögð á áhugamál, atvinnu, félagslíf, fjölskyldubönd og framtíðarsýn.

Frásagnir viðmælenda voru hafðar að leiðarljósi við uppsetningu sýningarinnar með það að markmiði að gefa gestum færi á að staldra við og skoða eigin samtíma frá sjónarhóli þessa hóps.

Á sýningunni gafst tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim ungs fólks og þá marglaga þætti sem einkenna líf þeirra og hvernig þau upplifa sig og samtíma sinn.

Sýningin var túlkun nemenda í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem byggði á viðtölunum og var því sögð frá sjónarhorni þeirra sem jafnframt var byggð á þeirra eigin persónulegu hugmyndum um þetta aldursbil. Sýningin var lokaverkefni námskeiðsins Menningarminjar, söfn og sýningar sem kennt er í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Sýningin var opin alla virka daga frá 10-17 frá 1. júní 2012 til 1. maí 2013.

Til að fá frekari upplýsingar um sýninguna vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið minjasafn@reykjavik.is

Auglýsingar

Eitt svar við Forsíða

  1. Guðfinna sagði:

    flott síða 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s